föstudagur, september 24, 2004

Samanburður Hofsstaðaskóla og Árbæjarskóla

Ég ákvað að bera saman Hofsstaðaskóla http://www.skolastarf.tk/ og Árbæjarskóla http://www.skolastarf.tk/
Árbæjarskóli
Í Árbæjarskóla eru 800 nemendur. Þar eru 150 tölvur en ekki allar í notkun. Það sagði mér því nokku lítið hvað margar tölvur eru í notkun. Þar eru 2. tölvuver með 15 nemendatölvum + 1 kennaratölvu auk skjávarpa. Alls 30 tölvur. Ekki er þráðlaust samband í skólanum og tekið er fram að ekki standi til að breyta því. ´Það vaknaði því spurning hjá mér hversvegna ekki? Sérstaklega þar sem ég er ný búin að lesa grein Gerðar G. Óskarsdóttur um framtíðarskólann. Einnig er sýnd mynd af tilkynningarskjá á kennarastofu. Ég er nú nokkuð forvitin að vita hvernig ætli hann sér notaður?

Hofsstaðaskóli
Þar eru 393. Eitt tölvurver með 13 tölvur og 13 tölvur á bókasafni. Alls 26 tölvur. Auk þess á skólinn tölvuvagn með 12 tölvum. Öll aðstaða kennara með tilliti til aðgengis að tölvum virðist vera mjög góð. Auk þess hafa allir kennarar fartölvu til afnota. Tekið er fram að boðið sé upp á öfluga tölvufræðslu með námskeiðum fyrir kennarana. Mér finnst nú nokkur munur virðast vera á tækjabúnaði þessara skóla. Það vaknaði því spurning hjá mér hvort nemendur í Garðabænum fái fjölbreyttari kennslu. Ætli það munur sé munur á færni nemenda Hofsstaðaskóla og Árbæjarskóla? Með öðrum orðum hversu vel ætli þetta skili sér til nemendanna sjálfra?

Læt þetta duga um samanburðinn.

miðvikudagur, september 22, 2004

Vefleiðangur

Ég á nokkuð erfitt með að átta mig á muninum á vefrallý og vefleiðangri....en það hlýtur nú allt að koma með tímanum. Allavega þá er ég komin nokkuð áleiðis með hugmyndir af vefleiðangri sem ég birti hér.

Tillaga að vefleiðangri
Ætlað 4 - 5 bekk grunnskólans

Kynning

Þið eruð listamenn og eigið að búa til listaverk sem byggð eru úr formum. Þið eigið að vinna tvö og tvö saman. En fyrst þurfið þið að kynna ykkur formfræði, litafræði og myndbyggingu.

Verkefni

Nemendur eiga að búa til mynd og skrifa frumsamda sögu sem tengjist henni. Myndin á að vera klippimynd sem byggð er upp á formfræðinni en sagan má vera í hvaða búning sem er. Söguna skal setja upp í word skjali.

Ferli

· Nemendum er skipt í tveggja manna hópa.
· Hefja skal vinnu á því að skoða Listavef krakka. Taka saman í word skjal helstu atriði um formfræði, litafræði og myndbyggingu. Nemendur gera tveir og tveir saman eitt skjal um þessi atriði.
· Nemendur gera klippimynd sem byggð er upp á þeirri vitneskju sem þeir hafa aflað sér. Hver nemandi gerir mynd fyrir sig.
· Nemendur búa til frumsamda sögu um sína mynd sem er ½ til 1. blaðsíða að lengd. Gætta skal vel að stafsetningu og uppsetningu. Mundu að vanda allan frágang.
· Nemandinn kynnir sína mynd og les upp söguna fyrir bekkjafélaga sína.
· Að loknu verkefninu verða listaverkin og sögurnar hengdar til sýningar í skólanum og síðan kynntar foreldrum á bekkjarkvöldi.

Bjargir
http://www.namsgagnastofnun.is/isllistvefur/index.htm

Mat
Helmingur einkunnar er virkni nemenda, áhugi og sjálfstæði í vinnubrögðum. Helmingur einkunnar verður kynning á listaverkinu og upplestur sögunnar en verður tekið tillit til frágangs hennar og uppsetningar.

Niðurstöður
Markmið verkefnisins er kynna nemendunum liti, form og það hvernig myndir eru byggðar upp og örva listrýni þeirra. Nemendur læra einnig að safna gögnum og nýta þau við vinnu sína.
Verkefnið kennir þeim einnig að gera frumsamda sögu og þjálfa framsögn.

Svo er bara spurning hvort ég er á réttri leið eller hvad?

Vefrallý

Jæja það er nóg að gera þessa dagana. Ég er nú búin ákveða um hvað vefrallýið´á að vera. Þemað er næring, hreyfing og útvistartími. Ég hugsa þetta fyrir nemendur í 4 - 6. bekk. Heimasíðurnar sem ég ætla að byggja verkefnið út frá eru :
http://www.landlaeknir.is/template1.asp?PageID=533
http://www.arvekni.is/fraedsla/fraedsluefni/arvekni-slysavarnir-barna/Undirflokkur/utivistartimi/
http://www.tannheilsa.is/interpro/heilb/tannvernd.nsf/pages/index.html


Spurningarnar sem ég hef sett saman eru eftirfarandi.

  • Hver er undirstaða heilbrigðs lífernis
  • Hverjar eru taldar heldur ástæður fyrir auknu offituvandamálum hjá börnum og unglinum sem rekja má til breyttra lifnaðarhátta
  • Hvað þurfa börn á aldrinum 10 - 14 ára mikinn svefn
  • Hvenær þarftu að fara að sofa miðað við að þú vaknir klukkan 7 á morgnana
  • Hvaða afleiðingar getur of lítill svefn haft á okkur
  • Hvað er talið ráðlegt að borða marga ávexti á dag
  • Hvað mega börn yngri en 12. ára vera lengi úti á tímabilinu 1. sept til 1. mai
  • Hvað mega börn yngri en 12. ára vera lengi úti á tímabilinu 1. mai til 1. sept
  • Hver ákveður hver útivistartími barna er
  • Hvert er megin hlutverk tanna
  • Nefnið a.m.k þrjú dæmi um orsakir tannskemmda
  • Hvað á að bursta tennurnar oft
  • Hvenær koma venjulega síðustu fullorðinstennurnar
  • Hvernig á tannburstinn að vera
  • Hvað er ráðlagt að gera þegar fullorðins framtönn brotnar

Ég læt þetta duga í bili.

Seinni tími 22. september

Í seinni tímanum í dag förum við yfir vefsíðugerð.

Fyrri tími 22. sept

Í fyrri kennslustundinni kynnti Salvör fyrir okkur vefinn wikipedia.
http://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a

Þetta er opinn vefur sem allir geta skrifað inná. M.a. má finna greina á íslensku. Hver sem er getur breytt hverju sem sem. Þar má m.a. finna góðar upplýsingar um landafræði. Hugsunin er að þekking eigi að vera ókeypis og aðgengileg og hver sem er getur bætt við þekkinguna.

Héldum áfram að skoða www.asta.is.spjall
Þegar maður tekur texta frá öðrum (paste) þá er venjan að gera code þá kemur textinn í hvítum ramma. Þegar við vísum í mynd förum á myndina hægri semllum og gerum propertis tek slóðin og lími hana inn undir textann með því að ger ctrl V þá er slóðin dekkt og ýtt á img. ýta á senda

föstudagur, september 17, 2004

Upplýsingatækni og skólastarf 16.september seinni tími

Seinni tíminn
Þá var kynnt fyrir okkur spjallrás slóðin er

http://www.asta.is/spjall/index.php Gerðum nokkrar tilraunir til

Salvör benti okkur skype.com þá getum við spjallað við vini okkar í útlöndum. Þessu er hægt að hlaða niður download... ókeypis. Smá útúrdúr um símaforrit.

Við eigum að senda Salvöru mynd í flckr.com Salvör sendir okkur e-mail og við sendum sem viðhengi.

Þetta var sem við gerðum í dag.


Upplýsingatækni og skólastarf 16.september fyrri tími

Í tímanum í upplýsingatækni og skólastarf var kynnt fyrir okkur vefleiðangur og vefrallý. Við eigum að gera vefrallaý og í næstu viku vera búin að semja spurningar og ákveða fyrir hvaða aldur efnið á að vera í næstu viku. Uppkastið setjum við inná bloggið. Þ.e. hugmynd af vinnu. Salvör kynnti einnig fyrir okkur áhugaverðan möguleika til að safna saman í favorite á netinu. Það er nokkurs konar rss strauma hugsun. Hægt er að skoða síðu Salvarar hér
http://del.icio.us/salvorice. Hægt er að skrá sig sem notanda inná síðunni (http://del.icio.us) og safna safna t.d. fyrir þemaverkefni í kennslu og ganga síðan enn lengra og tengja hana inná favorite á bloglines.com

Þá getum við verið áskrifendur inná bloglines inná del.icio síðu hjá einhverjum sem er sniðugur að finna nýjar síður og nýtt okkur þar með fljótlega leið til að sjá nýjar og áhugaverðar síður.

Þetta er það sem við kynntumst í fyrri tímanum. Allt um seinni tímann síðar.

Nokkrar tilraunir

Jæja í gær prófaði ég að skipta um útlit á síðunni. Það var auðvelt. Ég reyndi einnig að íslenska staðlaða texta. Það tókst í einhverjum tilfellum.

miðvikudagur, september 15, 2004

Fréttaveitur

Í tímanum í dag kynntumst við féttaveitum sem eru að ryðja sér til rúms og því ætti að vera auðvelt í framtíðinni að fylgjast með fréttum. Slóðin er http://www.bloglines.com


sunnudagur, september 12, 2004

Allt og ekkert

Þetta verður áfram á tilraunastiginu. Stafirnir komu eitthvað brenglaðir í blogginu hér áðan. Ég ætla að athuga hvernig stafirnir koma út.

Annars er ég ekki dæmigerður bloggari hef reyndar undrað mig á þeim sem nenna að skrifa hugrenningar sínar fyrir alþjóð.... En þetta verkefni er mjög spennandi engu að síður. Svo er bara að koma inn myndum.




miðvikudagur, september 08, 2004

Fyrsta bloggið

Góðan daginn,
Að setja upp bloggsíðu er liður í verkefni á námskeiðinu upplýsingatækni og skólastarf í Vefsíða námskeiðsins erhttp://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/