Samanburður Hofsstaðaskóla og Árbæjarskóla
Ég ákvað að bera saman Hofsstaðaskóla http://www.skolastarf.tk/ og Árbæjarskóla http://www.skolastarf.tk/
Árbæjarskóli
Í Árbæjarskóla eru 800 nemendur. Þar eru 150 tölvur en ekki allar í notkun. Það sagði mér því nokku lítið hvað margar tölvur eru í notkun. Þar eru 2. tölvuver með 15 nemendatölvum + 1 kennaratölvu auk skjávarpa. Alls 30 tölvur. Ekki er þráðlaust samband í skólanum og tekið er fram að ekki standi til að breyta því. ´Það vaknaði því spurning hjá mér hversvegna ekki? Sérstaklega þar sem ég er ný búin að lesa grein Gerðar G. Óskarsdóttur um framtíðarskólann. Einnig er sýnd mynd af tilkynningarskjá á kennarastofu. Ég er nú nokkuð forvitin að vita hvernig ætli hann sér notaður?
Hofsstaðaskóli
Þar eru 393. Eitt tölvurver með 13 tölvur og 13 tölvur á bókasafni. Alls 26 tölvur. Auk þess á skólinn tölvuvagn með 12 tölvum. Öll aðstaða kennara með tilliti til aðgengis að tölvum virðist vera mjög góð. Auk þess hafa allir kennarar fartölvu til afnota. Tekið er fram að boðið sé upp á öfluga tölvufræðslu með námskeiðum fyrir kennarana. Mér finnst nú nokkur munur virðast vera á tækjabúnaði þessara skóla. Það vaknaði því spurning hjá mér hvort nemendur í Garðabænum fái fjölbreyttari kennslu. Ætli það munur sé munur á færni nemenda Hofsstaðaskóla og Árbæjarskóla? Með öðrum orðum hversu vel ætli þetta skili sér til nemendanna sjálfra?
Læt þetta duga um samanburðinn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home