föstudagur, september 17, 2004

Upplýsingatækni og skólastarf 16.september fyrri tími

Í tímanum í upplýsingatækni og skólastarf var kynnt fyrir okkur vefleiðangur og vefrallý. Við eigum að gera vefrallaý og í næstu viku vera búin að semja spurningar og ákveða fyrir hvaða aldur efnið á að vera í næstu viku. Uppkastið setjum við inná bloggið. Þ.e. hugmynd af vinnu. Salvör kynnti einnig fyrir okkur áhugaverðan möguleika til að safna saman í favorite á netinu. Það er nokkurs konar rss strauma hugsun. Hægt er að skoða síðu Salvarar hér
http://del.icio.us/salvorice. Hægt er að skrá sig sem notanda inná síðunni (http://del.icio.us) og safna safna t.d. fyrir þemaverkefni í kennslu og ganga síðan enn lengra og tengja hana inná favorite á bloglines.com

Þá getum við verið áskrifendur inná bloglines inná del.icio síðu hjá einhverjum sem er sniðugur að finna nýjar síður og nýtt okkur þar með fljótlega leið til að sjá nýjar og áhugaverðar síður.

Þetta er það sem við kynntumst í fyrri tímanum. Allt um seinni tímann síðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home