Vefleiðangur
Ég á nokkuð erfitt með að átta mig á muninum á vefrallý og vefleiðangri....en það hlýtur nú allt að koma með tímanum. Allavega þá er ég komin nokkuð áleiðis með hugmyndir af vefleiðangri sem ég birti hér.
Tillaga að vefleiðangri
Ætlað 4 - 5 bekk grunnskólans
Kynning
Þið eruð listamenn og eigið að búa til listaverk sem byggð eru úr formum. Þið eigið að vinna tvö og tvö saman. En fyrst þurfið þið að kynna ykkur formfræði, litafræði og myndbyggingu.
Verkefni
Nemendur eiga að búa til mynd og skrifa frumsamda sögu sem tengjist henni. Myndin á að vera klippimynd sem byggð er upp á formfræðinni en sagan má vera í hvaða búning sem er. Söguna skal setja upp í word skjali.
Ferli
· Nemendum er skipt í tveggja manna hópa.
· Hefja skal vinnu á því að skoða Listavef krakka. Taka saman í word skjal helstu atriði um formfræði, litafræði og myndbyggingu. Nemendur gera tveir og tveir saman eitt skjal um þessi atriði.
· Nemendur gera klippimynd sem byggð er upp á þeirri vitneskju sem þeir hafa aflað sér. Hver nemandi gerir mynd fyrir sig.
· Nemendur búa til frumsamda sögu um sína mynd sem er ½ til 1. blaðsíða að lengd. Gætta skal vel að stafsetningu og uppsetningu. Mundu að vanda allan frágang.
· Nemandinn kynnir sína mynd og les upp söguna fyrir bekkjafélaga sína.
· Að loknu verkefninu verða listaverkin og sögurnar hengdar til sýningar í skólanum og síðan kynntar foreldrum á bekkjarkvöldi.
Bjargir
http://www.namsgagnastofnun.is/isllistvefur/index.htm
Mat
Helmingur einkunnar er virkni nemenda, áhugi og sjálfstæði í vinnubrögðum. Helmingur einkunnar verður kynning á listaverkinu og upplestur sögunnar en verður tekið tillit til frágangs hennar og uppsetningar.
Niðurstöður
Markmið verkefnisins er kynna nemendunum liti, form og það hvernig myndir eru byggðar upp og örva listrýni þeirra. Nemendur læra einnig að safna gögnum og nýta þau við vinnu sína.
Verkefnið kennir þeim einnig að gera frumsamda sögu og þjálfa framsögn.
Svo er bara spurning hvort ég er á réttri leið eller hvad?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home