miðvikudagur, september 22, 2004

Vefrallý

Jæja það er nóg að gera þessa dagana. Ég er nú búin ákveða um hvað vefrallýið´á að vera. Þemað er næring, hreyfing og útvistartími. Ég hugsa þetta fyrir nemendur í 4 - 6. bekk. Heimasíðurnar sem ég ætla að byggja verkefnið út frá eru :
http://www.landlaeknir.is/template1.asp?PageID=533
http://www.arvekni.is/fraedsla/fraedsluefni/arvekni-slysavarnir-barna/Undirflokkur/utivistartimi/
http://www.tannheilsa.is/interpro/heilb/tannvernd.nsf/pages/index.html


Spurningarnar sem ég hef sett saman eru eftirfarandi.

  • Hver er undirstaða heilbrigðs lífernis
  • Hverjar eru taldar heldur ástæður fyrir auknu offituvandamálum hjá börnum og unglinum sem rekja má til breyttra lifnaðarhátta
  • Hvað þurfa börn á aldrinum 10 - 14 ára mikinn svefn
  • Hvenær þarftu að fara að sofa miðað við að þú vaknir klukkan 7 á morgnana
  • Hvaða afleiðingar getur of lítill svefn haft á okkur
  • Hvað er talið ráðlegt að borða marga ávexti á dag
  • Hvað mega börn yngri en 12. ára vera lengi úti á tímabilinu 1. sept til 1. mai
  • Hvað mega börn yngri en 12. ára vera lengi úti á tímabilinu 1. mai til 1. sept
  • Hver ákveður hver útivistartími barna er
  • Hvert er megin hlutverk tanna
  • Nefnið a.m.k þrjú dæmi um orsakir tannskemmda
  • Hvað á að bursta tennurnar oft
  • Hvenær koma venjulega síðustu fullorðinstennurnar
  • Hvernig á tannburstinn að vera
  • Hvað er ráðlagt að gera þegar fullorðins framtönn brotnar

Ég læt þetta duga í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home