Stuttmyndin og örkennasla
Jæja ég er sko búin að eyða ótrúlegum tíma í stuttmyndina. Fyrst var það upptakan það tók nú sinn tíma. Síðan var ég búin að koma þessu saman þ.e. glærunum og videóinu. Ég fékk Salvöru til að hjálpa mér að koma þessu og stuttmyndinni út á vefinn í gær. Alsæl fór ég heim að skoða afraksturinn en þá hafði mér tekist að gera tvær stafsetningarvillur á einni og sömu glærunni. Eina ráðið sem ég kunni var að bræða saman nýtt skjal með glærunum og videóinu. Ég er allavega orðin nokkuð góð í því. Kom þessu síðan út á vefinn og alsæl með mig. En Adam var ekki lengi í Paradís því það er beygingarvilla á upphafssíðunni hjá mér. Arrrrrrrrg. Nú bíð ég eftir leiðbeiningu hvort hægt er að laga þetta án þess að gera allt upp á NÝTT !!! En þannig standa málin nú semsag´lítur út fyrir að ég þurfi að gera þetta einu sinni enn. Næst á dagskrá hjá mér í dag er blessuð stærðfræðin.
Læt þetta duga þangað til næst.