laugardagur, október 30, 2004

Stuttmyndin og örkennasla

Jæja ég er sko búin að eyða ótrúlegum tíma í stuttmyndina. Fyrst var það upptakan það tók nú sinn tíma. Síðan var ég búin að koma þessu saman þ.e. glærunum og videóinu. Ég fékk Salvöru til að hjálpa mér að koma þessu og stuttmyndinni út á vefinn í gær. Alsæl fór ég heim að skoða afraksturinn en þá hafði mér tekist að gera tvær stafsetningarvillur á einni og sömu glærunni. Eina ráðið sem ég kunni var að bræða saman nýtt skjal með glærunum og videóinu. Ég er allavega orðin nokkuð góð í því. Kom þessu síðan út á vefinn og alsæl með mig. En Adam var ekki lengi í Paradís því það er beygingarvilla á upphafssíðunni hjá mér. Arrrrrrrrg. Nú bíð ég eftir leiðbeiningu hvort hægt er að laga þetta án þess að gera allt upp á NÝTT !!! En þannig standa málin nú semsag´lítur út fyrir að ég þurfi að gera þetta einu sinni enn. Næst á dagskrá hjá mér í dag er blessuð stærðfræðin.

Læt þetta duga þangað til næst.

miðvikudagur, október 27, 2004

27. okt

Helgin var alveg frábær en ég eyddi hennii í Kaupmannahöfn.. Nú er sælan að baki og alvaran tekin við. Ætla að klára örkennsluverkefnið í dag og gera verklýsingarnar fyrir smíðina.


27. okt

Helgin var alveg frábær en ég eyddi hennii í Kaupmannahöfn.. Nú er sælan að baki og alvaran tekin við. Ætla að klára örkennsluverkefnið í dag og gera verklýsingarnar fyrir smíðina.


mánudagur, október 18, 2004

Ekkert sérstakt

Jæja þá styttist í stærðfræðiprófið en það er í fyrramálið. Miðað við undirbúninginn ætti ég að fá a.m.k. 11 í einkunn hinsvegar ætla ég bara rétt að vona að ég nái. Svo byrjar staðlotan á morgun í þeim fögum sem´eg er í fjarnámi þannig að vikan er þétt skipuð. Það er því notaleg tilfinning að ég ætla að skreppa til Kaupmannahafnar yfir næstu helgi.

Læt þetta duga í bili

þriðjudagur, október 12, 2004

Skilasíðan

Þá er ég búin að setja inn skilasíðu http://nemendur.khi.is/eddasigu/skolastarf/Skilasíða.htm

Ég hef ekki bloggað mikið þessa viku það er svo mikið að gera þessa dagana. Ég ætla að reyn að komast í gang með power pointið á morgun. Annars er maður nú hálf hissa á sjálfum sér að sitja hér klukkutíma eftir klukkutíma við að læra, opna svo síður morgunblaðanna og við manni blasa launaseðlar kennara. Algjörlega með ólíkindum þessi laun...........Annars heyrði ég í dag að háskólakennarar ætluðu að boða verkfall 7. desember. Það yrði nú alveg ferlegt....... En svona er Ísland í dag.


sunnudagur, október 03, 2004

vefleiðangur og vefrallý

Jæja þá er þessi helgi á enda. Ég er nú bara nokkuð ánægð með mig skal ég ykkur segja. Búin að þvæla í hljóðfræðinni fram og tilbaka. Og klára vefrallýið og vefleiðangurinn. Eitthvað hefur nú klúðrast hjá mér þegar ég gaf vefleiðangrinum nafn, en ætla að athuga við hana Salvöru í tímanum í fyrramálið hvort við getum ekki lagað hana eitthvað til. Þið komist semsagt hér inn á vefleiðangurinn http://nemendur.khi.is/eddasigu/New_Folder/skolastarf/vefleidangur3.htm

Vefrallýið er http://nemendur.khi.is/eddasigu/New_Folder/vefrally


laugardagur, október 02, 2004

Vefrallý og vefleiðangur

Púff....það er einum of mikið að gera í skólanum þessa dagan. Próf í hljóðfræði á miðvikudaginn og svo þarf að klára vefleiðangurinn og vefrallýið. Ég kláraði vefrallýið í gærkvöldi en á eftir að koma því út á vefinn. Það tekst vonandi á eftir. Sjáum hvað setur.