laugardagur, nóvember 27, 2004

Aðventan

Já ótrúlegt fyrsti í aðventu á morgun. Það er meiningin að nota daginn vel til lesturs fyrir prófin og skreyta svo eitthvað seinnipartinn. Blessuð börnin bíða í ofvæni eftir að mamman líti upp úr bókunum. Það er svo gaman að eiga svona lítinn jólasvein sem er að uppgötva jólin í fyrsta skipti. Hún Rakel Marín vill láta keyra fram hjá öllum jólasveinunum sem búið er að skreyta með fyrir utan húsin aftur og aftur. Hún er algjörlega hugfangin. Við hin í fjölskyldunni getum í raun ekki beðið eftir að byrja að taka upp jóladótið í dag og sjá viðbrögð litlu prinsessunnar.

En stærðfræðin bíður...........og margt annað. Best að koma sér að verki.

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Líður að lokum

Jæja þá líður að lokum þessa misseris. Styttist í prófin, blessuð prófin. Mikið óskaplega eru próf leiðinleg. En nú er bara að krossa puttana og vona að þetta hafist nú allt saman. Stærðfræðin er að ganga frá mér þessa dagana, þið verðið að fyrirgefa ég sé engan tilgang með þessari algebru sem við erum að læra. Einhverjir brugðust ókvæða við í dag þegar ég nefndi að mér finndist þetta ekki búa mig undir stærðfræðikennslu í grunnskóla. En það eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir.

Best að snúa sér að algebrunni..................og reyna að skemmta sér svolítið yfir henni. Þangað til næst góðar stundir.

laugardagur, nóvember 20, 2004

Laugardagur til lukku

Eða er það ekki annars? Ég er búin með öll verkefnin í upplýsingatækninni. Sat við fram á nótt í til að klára og setti svo endapunktinn í morgun. Þið getið skoðað afraksturinn á http://nemendur.khi.is/eddasigu/skolastarf/default.htm
Ég á reyndar eftir að lesa yfir en ætla að geyma það fram yfir helgi.

Ég held að þá sé kominn tími til að snúa sér að blessaðri stærðfræðinni....hm hún bara getur ekki beðið lengur. ´

Hafið það gott og njótið dagsins.

föstudagur, nóvember 19, 2004

Wiki

Ég kynnti mér Wiki pedia. Wiki er tölvubúnaður sem gerir okkur kleift að búa til og breyta vefsíðum. Wiki er n.k. samvinn á vefnum. Þannig að hver sem er getur skrifað ofan í það sem aðrir hafa gert. Í haust benti Salvör okkur á Wikipedia. Við getu þar farið í sandkassann og skrifað íslenskar greinar. Við getum í raun skrifað um hvað sem okkur þóknast. Sandkassinn er staður þar sem við getum prófað okkur áfram. Við viljum helst ekki breyta hjá öðrum og því er gott að prófa sig inn í sandkassanum. Wiki hefur verið notað í kennslu þannig að börn hafa skrifað saman sögu. Hagræðing í að breyta er t.d. að fara inn á gamla grein og leiðrétta nöfn t.a.m. ef ný ríkisstjórn hefur verið kosin, forseti eða eitthvað slíkt. Aftur um sandkassann við förum í hann og smellum á flipann breyta ef við viljum breyta. Við megum skrifa hvað sem er þar inn. Stjórnendur geta tekið út greinar og fært þær á stað sem þeim finnst grein þína eiga heima.

Ég prófaði að setja inn nokkur orð og fróðlegt að vita hvort þau verði ekki bara tekin út.
Verkefnin

Jæja þá er 17. nóvember liðinn og hin kvíðvænlega dagskrá í Bratta um Jónas Hallgrímsson að baki. Þessa dagana er ég að reyna að klára öll verkefninin sem eftir eru. Ég er komin vel áleiðis í upplýsingatækninni. Er búin með kennsluvefinn og tæknisöguna. Nú ætla ég að vinda mér í krossaprófið sem gert í hotpotatos. Það er hreint ekki svo flókið að sjá en þetta tekur samt allt ótrúlegan tíma.

Siðfræðin kláraðist í morgun, minn hópur flytur svo verkefnið á mánudaginn. Ég er í fjarnámi í grunnskólinn og kennarastarfið og þar kláruðum við stórt verkefni í fyrradag og skilum því inn í dag. Þá er eftir kennsluáætlun í talað mál og framsögn auk þess sem ég á eftir að klára vinnskýrslunar í smíðinni og hönnun og mótun hugmynda. Nú er bara að dæla í sig svolítið af vítamínum fá sér vökustaura.

föstudagur, nóvember 12, 2004

Nýtt útlit

Góða kvöldið,

Hvernig líst ykkur á nýja útlitið. Búin að setja mynd, gestabók og krækjur. Ég er nú bara ánægð með útkomuna. Ég setti líka krækju á skilasíðuna mína, þar sjáið þið skilaverkefnin mín.


Tíminn 12. nóvember

Við skiluðum prófinu í gær í upplýsingatækninni. Ég held að það hafi bara gengið ágætlega en það þykir örugglega of langt...vonandi fær maður ekki mínus fyrir það. Ég er að vinna í skilasíðunni minni og er bara nokkuð ánægð með útkomuna. Síðan er þó enn í vinnslum.

Í tímanum í dag kynnti Salvör fyrir okkur spennandi kost í Front page 2003 en það er að sækja útlit á vefinn. Ennfremur sýndi hún okkur hvernig hægt er að tengja heimasíða sem síðu á okkar vef. Það er gert svona:
1. afrita slóðina
2. Fara í Front page
3. insert
Þá kemur lítill rammi. Byrjum á því að setja gluggan í þá stærð sem passar síðunni sem við erum að sækja með því að draga til hornin.
4. set initial page
Setja vefslóðina í addressuna

og þar með erum við búin tengja síðuna.


miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Skilasíðan

Í tímanum miðvikudaginn 10.nóvember kynnti Salvör fyrir okkur nýtt verkfæri til að búa til stuttmynd úr ljósmyndum. Það gekk kannski ekki alveg nógu vel því það var ekki hægt að uppfæra mediaplayer 10 í skólanum. Þetta ætti hinsvegar ekki að vera neitt mál að gera heima. Í verkefninu í 5. lotu megum við gera stuttmyndina í þessu verkfæri. Ég ætla að gera aðra stuttmynd.

Annars er alltaf sama sagan, stóru verkefnin í skólanum öll að hellast yfir okkur. En þetta tekur allt saman enda.

Prófið er í upplýsingatækni á morgun. 5% próf sem þarf að skila á föstudag.

Í dag er ég að vinna í skilasíðunni minni.

laugardagur, nóvember 06, 2004

Verkefnin framundan

Jæja þá er nú farið að styttast í að þessu misseri ljúki. Ég ætla aldrei aftur að vera í 19. einingum !!!!!! En þetta hlýtur allt að hafast. Erum að ljúka verkefni í Máli og hugtökum og erum að skila öðrum hluta í grunnskólinn og kennarastarfið á morgun. Það er nóg að gera framundan en það verður gott þegar 17. nóvember er liðinn. Þá er þessi blessuð hátíð í talað mál og framsögn í Bratta búin. Oj........bara hvað mér finnst þetta kvikindslegt. Ég kvíði alveg hræðilega fyrir þessu og skil satt best að segja ekki hvað kennararnir eru að hugsa.........Þessi áfangi ..........jæja best að segja ekki meira, tekur vonandi enda.

Það er eitt verkefni eftir í Uppl.tækni og skólastarf....ætla að ákveða um helgina hvað ég ætla að gera og vinda mér í það í næstu viku. Ég auglýsi hér með eftir 10. tímum í sólarhringinn ef einhver er með slíkt á lausu! Líklega ekki, það eru allir að drukkna ég veit.....

Gangi ykkur vel