laugardagur, nóvember 27, 2004

Aðventan

Já ótrúlegt fyrsti í aðventu á morgun. Það er meiningin að nota daginn vel til lesturs fyrir prófin og skreyta svo eitthvað seinnipartinn. Blessuð börnin bíða í ofvæni eftir að mamman líti upp úr bókunum. Það er svo gaman að eiga svona lítinn jólasvein sem er að uppgötva jólin í fyrsta skipti. Hún Rakel Marín vill láta keyra fram hjá öllum jólasveinunum sem búið er að skreyta með fyrir utan húsin aftur og aftur. Hún er algjörlega hugfangin. Við hin í fjölskyldunni getum í raun ekki beðið eftir að byrja að taka upp jóladótið í dag og sjá viðbrögð litlu prinsessunnar.

En stærðfræðin bíður...........og margt annað. Best að koma sér að verki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home