miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Líður að lokum

Jæja þá líður að lokum þessa misseris. Styttist í prófin, blessuð prófin. Mikið óskaplega eru próf leiðinleg. En nú er bara að krossa puttana og vona að þetta hafist nú allt saman. Stærðfræðin er að ganga frá mér þessa dagana, þið verðið að fyrirgefa ég sé engan tilgang með þessari algebru sem við erum að læra. Einhverjir brugðust ókvæða við í dag þegar ég nefndi að mér finndist þetta ekki búa mig undir stærðfræðikennslu í grunnskóla. En það eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir.

Best að snúa sér að algebrunni..................og reyna að skemmta sér svolítið yfir henni. Þangað til næst góðar stundir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home