miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Skilasíðan

Í tímanum miðvikudaginn 10.nóvember kynnti Salvör fyrir okkur nýtt verkfæri til að búa til stuttmynd úr ljósmyndum. Það gekk kannski ekki alveg nógu vel því það var ekki hægt að uppfæra mediaplayer 10 í skólanum. Þetta ætti hinsvegar ekki að vera neitt mál að gera heima. Í verkefninu í 5. lotu megum við gera stuttmyndina í þessu verkfæri. Ég ætla að gera aðra stuttmynd.

Annars er alltaf sama sagan, stóru verkefnin í skólanum öll að hellast yfir okkur. En þetta tekur allt saman enda.

Prófið er í upplýsingatækni á morgun. 5% próf sem þarf að skila á föstudag.

Í dag er ég að vinna í skilasíðunni minni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home