laugardagur, nóvember 06, 2004

Verkefnin framundan

Jæja þá er nú farið að styttast í að þessu misseri ljúki. Ég ætla aldrei aftur að vera í 19. einingum !!!!!! En þetta hlýtur allt að hafast. Erum að ljúka verkefni í Máli og hugtökum og erum að skila öðrum hluta í grunnskólinn og kennarastarfið á morgun. Það er nóg að gera framundan en það verður gott þegar 17. nóvember er liðinn. Þá er þessi blessuð hátíð í talað mál og framsögn í Bratta búin. Oj........bara hvað mér finnst þetta kvikindslegt. Ég kvíði alveg hræðilega fyrir þessu og skil satt best að segja ekki hvað kennararnir eru að hugsa.........Þessi áfangi ..........jæja best að segja ekki meira, tekur vonandi enda.

Það er eitt verkefni eftir í Uppl.tækni og skólastarf....ætla að ákveða um helgina hvað ég ætla að gera og vinda mér í það í næstu viku. Ég auglýsi hér með eftir 10. tímum í sólarhringinn ef einhver er með slíkt á lausu! Líklega ekki, það eru allir að drukkna ég veit.....

Gangi ykkur vel

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home