föstudagur, nóvember 19, 2004

Verkefnin

Jæja þá er 17. nóvember liðinn og hin kvíðvænlega dagskrá í Bratta um Jónas Hallgrímsson að baki. Þessa dagana er ég að reyna að klára öll verkefninin sem eftir eru. Ég er komin vel áleiðis í upplýsingatækninni. Er búin með kennsluvefinn og tæknisöguna. Nú ætla ég að vinda mér í krossaprófið sem gert í hotpotatos. Það er hreint ekki svo flókið að sjá en þetta tekur samt allt ótrúlegan tíma.

Siðfræðin kláraðist í morgun, minn hópur flytur svo verkefnið á mánudaginn. Ég er í fjarnámi í grunnskólinn og kennarastarfið og þar kláruðum við stórt verkefni í fyrradag og skilum því inn í dag. Þá er eftir kennsluáætlun í talað mál og framsögn auk þess sem ég á eftir að klára vinnskýrslunar í smíðinni og hönnun og mótun hugmynda. Nú er bara að dæla í sig svolítið af vítamínum fá sér vökustaura.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home