föstudagur, nóvember 19, 2004

Wiki

Ég kynnti mér Wiki pedia. Wiki er tölvubúnaður sem gerir okkur kleift að búa til og breyta vefsíðum. Wiki er n.k. samvinn á vefnum. Þannig að hver sem er getur skrifað ofan í það sem aðrir hafa gert. Í haust benti Salvör okkur á Wikipedia. Við getu þar farið í sandkassann og skrifað íslenskar greinar. Við getum í raun skrifað um hvað sem okkur þóknast. Sandkassinn er staður þar sem við getum prófað okkur áfram. Við viljum helst ekki breyta hjá öðrum og því er gott að prófa sig inn í sandkassanum. Wiki hefur verið notað í kennslu þannig að börn hafa skrifað saman sögu. Hagræðing í að breyta er t.d. að fara inn á gamla grein og leiðrétta nöfn t.a.m. ef ný ríkisstjórn hefur verið kosin, forseti eða eitthvað slíkt. Aftur um sandkassann við förum í hann og smellum á flipann breyta ef við viljum breyta. Við megum skrifa hvað sem er þar inn. Stjórnendur geta tekið út greinar og fært þær á stað sem þeim finnst grein þína eiga heima.

Ég prófaði að setja inn nokkur orð og fróðlegt að vita hvort þau verði ekki bara tekin út.
0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home